Sjúkrahús Siglufjarðar vígt þennan dag

Sjúkrahús Siglufjarðar var vígt 1. desember 1928, en vígslan hófst með guðsþjónustu en séra Bjarni Þorsteinsson sóknarprestur flutti ræðu. Byggt var eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar sem var húsasmíðameistari ríksins. Húsið var steinsteypt og tæpir 200 fermetrar að stærð. Húsið var með háum kjallara, hæð og risi og var pláss fyrir 16 sjúklinga. Yfirlæknir var Steingrímur Eyfjörð Einarsson, en húsið stóð sunnan við prestsetrið á Hvanneyri, austan við núverandi sjúkrahús. Núverandi sjúkrahús var tekið í notkun árið 1966 og var þá það gamla rifið. Endurbætur á því voru á árunum 2002-2006, en árið 2008 klárað að byggja viðbyggingu sem náði að hluta til á svæðið þar sem gamla sjúkrahúsið stóð.

Heimildir: Siglfirskur Annáll eftir Þ. Ragnar Jónasson, útgefin árið 1998. Tímaritið Siglfirðingur, 2. árg. 1928.

Ljósmynd frá gamla vef “Lífið á Sigló”. Fleiri myndir á myndasafn.siglo.is

sjukrahus-siglufj

 

sjukrahusid-2

 

 

 

 

 

Sjúkrahús Siglufjarðar, annað sjónarhorn.

Ljósmynd frá: http://www.albert.granveien19.no