Sjúkrabílum fækkar á Norðurlandi

Rauði kross Íslands rekur fjölda sjúkrabíla á Norðurlandi samkvæmt samningi við Ríkið. Velferðarráðuneytið stjórnar fjölda bíla í hverju umdæmi og lætur nú Heilbrigðisumdæmin endurskipuleggja sjúkraflutninga með færri sjúkrabílum.

Á Hvammstanga fækkar úr tveimur bílum í einn. Á Skagaströnd fækkar um einn bíl og verður þeim þjónað frá Blönduósi. Á Ólafsfirði fækkar um einn bíl og verður þjónað frá Siglufirði.

Á Sauðárkróki fækkar um einn bíl sem hafði verið varabíll á Hofsósi. Á Húsavíkursvæðinu fækkar um einn bíl, en það fellur undir Kópasker, Þórshöfn og Raufarhöfn.