Sjóvá bauð lægst í vátryggingar fyrir Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Sjóvár í vátryggingar fyrir Fjallabyggð. Tilboð voru opnuð þann 26. nóvember síðastliðinn, en Sjóvá, VÍS og TM tóku þátt í útboðinu. Aðeins munaði 4529 krónum á tveimur lægstu tilboðunum. Munurinn á Sjóvá og VÍS var því aðeins 0,05%.

Niðurstöður útboðs voru:

  • Sjóvá:  9.041.166 kr.
  • VÍS:      9.045.695 kr.
  • TM:     13.132.769 kr.

Siglufjarðarkirkja