Sjötta starfsár MTR og um 300 nemendur

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í sjötta sinn í síðustu viku. Skráðir nemendur eru um 300, þar af um 100 staðnemar í dagskóla. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur í setningarræðu sinni til að sýna metnað í námi.
Það sé ekki góð menning að taka með sér út í lífið að gera bara það sem nauðsynlega þarf og slefa í gegn með fimm. Á vinnumarkði sé fólk valið og metið eftir því hvort það hafi metnað til að sinna störfum af samviskusemi og dugnaði reyni ávallt að gera eins vel og hægt er. Þetta kemur fram á vef mtr.is.

mtr