Sjötta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Skemmtiferðaskipið MV Sea Explorer kom eftir hádegið til Siglufjarðar og stoppar í hálfan dag. Skipið er það sjötta sem heimsækir Siglufjörð í sumar, en skipið kom áður í maímánuði og er því á sínu öðru stoppi á Siglufirði þetta sumarið. Skipið er 90 metrar á lengd og rúmar 116 farþega og 60 manna áhöfn.  Skipið er núna á 11 daga hringferð um Ísland og kostar ódýrasti klefinn tæpar 600.000 krónur en dýrasti 1,7 milljónir.  Skipið kemur meðal annars við í Grímsey, Akureyri og Húsavík.18640166342_64e93ed0e7_z

18024170583_5f47b527c8_z 18457049598_31e0517ffc_z