Sjötta landsmótið á skíðum framundan í Ólafsfirði og Dalvík

Skíðamót Íslands 2015, er sjötta landsmótið sem skíðamenn á Dalvík og í Ólafsfirði standa að í sameiningu.  Það fyrsta var haldið árið 1992 en þá fékkst leyfi frá SKÍ að nefna það „Íslandsmót Flugleiða á skíðum 1992“ eftir stærsta styrktaraðilanum. Mótið í ár verður haldið dagana 19.-22. mars næstkomandi og má sjá dagskránna hér.

Veturinn 1992 var með afbrigðum snjóléttur og þurfti að flytja alpagreinarnar í Hlíðarfjall á Akureyri, en skíðagangan var haldin í Ólafsfirði.

Næstu landsmót voru svo haldin, 1997, 2002, 2006, 2010. Búið er að halda tvö unglingameistaramót, 2001 og 2014. Öll voru þessi mót haldin á stöðunum tveimur eins og ráð var fyrir gert, þrátt fyrir snjólétta vetur af og til og hefur tekist að halda mótin.

Félögin hafa haldið eitt til tvö bikarmót flesta vetur síðan 1997, svo ágæt reynsla er komin þar á milli í mótahaldi.

Picture_202 Picture_173 Picture_065

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: http://smi2015.skidalvik.is/