Í Ólafsfirði er Bað- og sjósundfélag Ólafsfjarðar en íbúar í Fjallabyggð hafa verið duglegir að skella sér í sjóinn og synda bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. Nokkrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga hafa verið að synda en einnig er Bergþór Morthens listakennari iðinn við að kafa öldur í sjósundi.

Í vikunni syntu fjórir nemendur menntaskólans ásamt kennara sínum. Lára Stefánsdóttir skólameistari festi þau á filmu skjálfandi úr kulda á ströndinni en kraftmiklir sjósundmenn varla skulfu.

Heimild: www.mtr.is

Ljósmynd frá vef mtr.is