Sjóstangaveiðimót á Siglufirði

Opna sjóstangaveiðimótið SJÓSIGL 2015 verður haldið  24.-25. júlí á Siglufirði. Mótið verður sett í Allanum, fimmtudaginn 23. júlí kl. 20.00.  Mótið er einn dagskrárliður í Síldardögum á Siglufirði sem stendur frá 23. júlí til 3. ágúst.

Dagskrá:

Föstudagur 24.júlí  kl. 06.00:

  • Haldið til hafs og veitt til kl. 14.00.
  • Farið yfir aflatölur í Allanum gluggabar um kvöldið kl. 20.30

Laugardagur 25.júlí  kl. 06.00:

  • Haldið til hafs á ný og veitt til kl. 14.00
  •  Lokahóf verður haldið í Allanum laugard. 25.júlí og hefst kl. 20.
  • Kvöldverður og verðlaunaafhending.