Sjómenn unnu Landmenn stórt á Ólafsfjarðarvelli

Hinn árlegi leikur Sjómanna gegn Landmönnum var leikinn í dag strax eftir leik KF og Þróttar Vogum. Auðunn Blöndal fór fyrir liði Sjómanna líkt og síðasta ár, og skoraði meðal annars úr vítaspyrnu. Í liði Sjómanna var einnig Ingó veðurguð, en hann er alvanur knattspyrnumaður.

Leiknum lauk með stórsigri Sjómanna 6-1. Leikurinn fer fram árlega í tengslum við Sjómannadagshelgina í Ólafsfirði. Þetta er leikur sem enginn vill tapa.