Sjómannamessa í Siglufjarðarkirkju

Það er alltaf nóg um að vera á sumrin á Siglufirði, svo eitt er víst. Einn af þessum viðburðum er Sjómannamessa í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. júlí kl. 11. Ræðumaður verður Sveinn Björnsson og um tónlistina sér Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður.

Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Kl. 13 verður blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn á Rammalóð og kl. 14 líkan af Elliða afhent í Rauðku.