Sjómannadagurinn, sunnudaginn 11. júní hefst með skrúðgöngu frá hafnarvog í Ólafsfirði að Ólafsfjarðarkirkju en þar verður hátíðarmessa. Eftir hádegið verður fjölskylduskemmtun við menningarhúsið Tjarnarborg en þar koma fram: Jónsi í svörtum fötum, Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi Jr og Auddi Blö. Um miðjan daginn verður kaffisala Slysavarnardeildar kvenna í Tjarnarborg og um kvöldið verður árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu í Ólafsfirði.

Sjómannadagurinn 11. júní
10:15 Skrúðganga frá hafnarvog til Ólafsfjarðarkirkju. Hátíðarmessa, sjómenn heiðraðir
13:30 Fjölskylduskemmtun við Tjarnarborg. Jónsi í svörtum fötum, Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi Jr og Auddi Blö.
Hoppukastalar, sölubásar og stanslaust fjör.
14:30-17:00 Kaffisala Slysavarnardeildar kvenna í Tjarnarborg
19:00 Árshátíð sjómanna í íþróttahúsi.
Skemmtiatriði og veislustjórn í höndum Péturs Jóhanns.
Auddi Blö, Steindi Jr. og Sveppi láta öllum illum látum.
Afrek helgarinnar verðlaunuð.
Uppistand frá Ara Eldjárn heimamanni.
Matur frá Bautanum.
Hljómsveitin Rokkabillýbandið – Matti Matt, Magni Ásgeirs og Regína Ósk

23:00-02:00 Opið ball.
Verð kr. 3.000 á ballið
Miðaverð á árshátíðina er 9.000kr.