Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði í júní

Sjómannadagshelgin fer fram dagana 10.-12. júní í Ólafsfirði. Fjölbreytt dagskrá er alla helgina og að vanda er mikill metnaður í gangi hjá Sjómannadagsráðinu. Á föstudeginum verður meðal annars leirdúfuskotmót sjómanna, Sjóarasveifla golfmót og uppstandsýningin Óhæfur – með Pétri Jóhanni.

Á laugardeginum verður dorgveiðikeppni fyrir börn við höfnina og kappróður sjómanna í hádeginu. Keppt verður um Alfreðsstöngina í tímaþraut og trukkadrætti. Knattleikurinn Sjómenn-Landmenn verður á Ólafsfjarðarvelli og um kvöldið verður útiskemmtun við Tjarnarborg með Ástarpungunum.

Á sjómannadaginn sjálfan ,sunnudaginn 12. júní verður skrúðganga og hátíðarmessa. Eftir hádegið verður fjölskylduskemmtun við Tjarnarborg og kaffisala.

Hápunktur helgarinnar, árshátíð sjómanna verður í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á sunnudagskvöld og eru Auddi Blöndal og Steindi Jr. veislustjórar. Skemmtatriði verða Lalli töframaður, Bríet og ball með Páli Óskari.

Miðasala á Sjómannadagshátíð 12. júní er í fullum gangi á sjorinn@simnet.is panta þarf miða fyrir 8. júní.

Íbúar skreyta í bláu og bleiku eftir hverfum og myndast mikil stemning á milli hverfanna fram að hátíðinni.

Miðasala á Sjómannadagshátíð 12. júní er í fullum gangi á sjorinn@simnet.is panta þarf miða fyrir 8. júní.