Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði í Fjallabyggð verður haldin dagana 30. maí – 2. júní 2024. Hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er hvert sumar í Fjallabyggð.
Hátíðin í ár hefst á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi. Dagskráin er frábær að vanda og er þétt dagskrá alla helgina.
Meðal hápunkta eru m.a. Ari Eldjárn með uppistandsýningu, knattspyrnuleikur KF og KFA, kappróður sjómanna, keppt um Alfreðsstöngina, Sjómenn-landmenn keppa í knattleik. Árshátíð sjómanna, Eyþór Ingi, Bjartmar Guðlaugsson, veislustjórn með Hjálmari og Evu Ruzu.
Þess á milli frábærir viðburðir fyrir fjölskyldufólk.
Sjáumst í Ólafsfirði um Sjómannadagshelgina.