Fyrstu viðburðir Sjómannadagshelgarinnar í Fjallabyggð hefjast í dag. Á Siglufirði verður Fiskidagur við Brugghús Seguls 67, þar verður hægt að fá sér veitingar og einnig verða skemmtiatriði fyrir börnin.
Í hádeginu hefst forsala á sjálfan Hólmarann, Sóla Hólm og Föstudagslaugin í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Tryggið ykkur miða á þessa frábæru viðburði.
Í dag verður einnig Leirdúfuskotmót sjómanna á skotsvæðinu í Ólafsfirði kl. 16:00.
Útgáfuhóf bókar um sögu Sjómannafélags Ólafsfjarðar verður haldin í Tjarnarborg kl. 16:00.
Útvarpsþátturinn FM95BLÖ verður sendur út frá Ólafsfirði kl. 16:00.
Sóli Hólm best of sýningin verður haldin í Tjarnarborg í kvöld kl. 20:00, frábært uppstandi sem enginn ætti að missa af.
Föstudagslögin með Sverri Bergmann, Audda Blö og Halldóri Gunnari hefjast kl. 22:00.