Sjómannadeginum verður fagnað á Akureyri um næstu helgi með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá á Pollinum og um allan bæ. Meðal dagskrárliða er rennblautur koddaslagur, spennandi kappróður, fjölskylduskemmtun að Hömrum, skútusiglingar og margt, margt fleira. Alla dagskránna má sjá hér.