Sjö tilboð bárust í Húsabakka

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt kauptilboð Stórvals ehf. í húseignirnar að Húsabakka. Alls bárust 7 tilboð frá 6 aðilum í eignirnar en framlengdur tilboðsfrestur rann út 31. ágúst sl. Tilboðin sem bárust voru á verðbilinu 24 – 61 milljónir og var hæsta tilboði tekið. Ríkið á 30% í byggingunum og hefur það veitt sitt samþykki.

Um er að ræða tvær byggingar, önnur þeirra er byggð árið 1953 og er 675,8 fm og sú yngri er byggð árið 1966 og er 556,4 fm. Eftir að skólahald var aflagt árið 2004 hefur verið rekin ferðaþjónusta á staðnum ásamt annarri starfsemi.

husabakki