Sjö nýir leikmenn til KF
Sjö nýir leikmenn hafa fengið leikheimild með Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar nú í mars mánuði og hafa þeir flestir leikið nokkra leiki á Kjarnafæðismótinu í febrúar eða Lengjubikarnum í mars. Fjórir ungir leikmenn koma frá KA og einn reynslubolti með leiki úr efstudeild. Sjö leikmenn hafa yfirgefið KF síðan síðastliðið haust en nokkrir voru lánsmenn, þar á meðal markaskorarinn mikli, Alexander Már Þorláksson sem skoraði 18 mörk í 21 leik, hann snéri aftur til Fram eftir vel heppnaða lánsdvöl í Fjallabyggð. KF leikur í 2. deild karla í sumar en liðið endaði í 7. sæti síðastliðið haust.
- Ásgeir Frímannsson fæddur 1988, er markmaður og lék einn leik á Kjarnafæðismótinu með KF í febrúar.
- Baldur Bragi Baldursson fæddur árið 1994, kemur úr liði Skínanda úr 3. og 4. deild. Hefur leikið einn leik með KF í Lengjubikarnum í mars.
- Baldvin Ingimar Baldvinsson fæddur 1996 og kemur úr KA, hefur þar spilað með 2. flokki síðustu ár.
- Benóný Sigurðarson fæddur árið 1995 og kemur frá KA. Hann hefur spilað með 2. flokki síðustu árin.
- Janez Vrenko fæddur 1982, kemur frá Dalvík/Reyni en hefur einnig leikið með Þór og KA í mörg ár. Hefur spilað 175 leiki með meistaraflokki á Íslandi og skorað 10 mörk. Leikmaður með mikla reynslu.
- Kristinn Freyr Ómarsson fæddur 1998 og kemur úr KA. Hann hefur spilað með 2. og 3. flokki KA síðustu ár.
- Páll Sigurvin Magnússon fæddur 1996 og kemur úr KA. Hann hefur einnig spilað með 2. og 3. flokki KA síðustu árin.