Golfklúbbur Fjallabyggðar fagnar 50 ára afmælisári með 7 mótum í sumar, og ef til vill bætast við fleiri mót. Klúbburinn hét áður Golfklúbbur Ólafsfjarðar og var stofnaður í janúar 1968. Klúbburinn breytti um nafn í desember 2015.

Í sumar verður eitt kvennamót, tvö unglingamót og fjögur almenn mót. Sjóarasveifla er fyrsta mótið og verður þann 1. júní 2018. Opna Rammamótið verður háð þann 21. júlí og Opna Kristbjargarmótið 28. júlí. Norðurlandsmótið verður 31. júlí, Minningarmót GFB 6. ágúst og Kvennamót GFB 1. september. Það verða því fjölbreytt mót í sumar á Skeggjabrekkuvelli.