Sjö mörk skoruð á Ólafsfjarðarvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Höttur frá Egilsstöðum mættust á Ólafsfjarðarvelli í dag en leikurinn var frestaður vegna vallaraðstæðna á laugardaginn. Höttur byrjaði leikinn mun betur og komst í 0-3 eftir 30 mínútna leik, en eitt markanna var sjálfsmark KF.  Á fyrstu mínútu uppbótartíma skoraði Höttur sjálfsmark, og var staðan 1-3 í hálfleik. Jordan Tyler leikmaður KF minnkaði muninn í 2-3 á 59. mínútu en Höttur skoraði fjórða mark sitt sjö mínútum síðar og kom þeim í 2-4. Alexander Már skoraði þriðja mark KF skömmu fyrir leikslok og minnkaði muninn í 3-4 sem urðu lokatölur leiksins. Nokkrum mínútum áður hafði Jón Aðalsteinn leikmaður KF fengið rautt spjald og voru þeir því einum færri síðustu mínútur leiksins. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

KF er í 7. sæti deildarinnar eftir 18 leiki og á fjóra leiki eftir, en liðið er aðeins þremur stigum frá fallsæti.