Sjallinn á Akureyri verður ekki hótel

Hætt hefur verið við að breyta hinum sögufræga skemmtistaðar Sjallanum á Akureyri í hótel. Í fyrra gerði hópur fjárfesta tilboð í húsið og hugðist breyta því í 59 herbergja hótel. Teikningar voru tilbúnar og hafði beiðni verið send inn til bæjarstjórnar Akureyrar.

Kaupin gengu hins vegar ekki í gegn, en ekki náðust samningar um fjármögnun og rekstur hótelsins. Sjallinn hefur verið í höndum sömu eiganda í næstum tuttugu ár sem hafa rekið þar skemmtistað. Búist er við að starfsemin verði áfram með óbreyttu sniði. Engar áætlanir séu uppi um að breyta útliti hússins. Þetta kemur fram á heimasíðu rúv.is