Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu á Sauðárkróki

Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu á Sauðárkróki að Kaupvangstorgi 1, laugardaginn 21. október. Opnunarteiti verður milli kl. 17-19 með léttum veitingum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, verður á svæðinu ásamt efstu frambjóðendum á lista í Norðvesturkjördæmi. Allir velkomnir.