Sjálfstæðisflokkurinn heimsótti Fjallabyggð

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sóttu Fjallabyggð heim í vikunni þar sem dagskráin var þétt.
Fyrsta stopp fyrir hádegið var í Ólafsfirði með léttu kaffi á Brimnes Hótel, heimsókn í Pálshús og Menntaskólann á Tröllaskaga.  Að lokum var hittingur með stjórn Framfarafélags Ólafsfjarðar á höfninni sem kynnti mögulegt styrjueldi í plássinu.
Eftir hádegi var haldið yfir til Siglufjarðar, setið að snæðingi á Torginu veitingahúsi og rætt við Elías Pétursson bæjarstjóra.  Frambjóðendur röltu um miðbæinn og að höfninni.  Þar tók Steingrímur Óli hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar á móti öllum og fór yfir stöðu mála. Síðan var fyrirtækið Primex heimsótt þar sem hópurinn fékk kynningu á fyrirtækinu og starfsemi útgerðarfélagsins Ramma. Að endingu var farið á súkkulaðikaffihús Fríðu þar sem við frambjóðendur ræddu við kjósendur.
May be an image of 4 manns og fjall
Allar ljósmyndir með fréttinni koma frá Sjálfstæðisflokkinum í Norðausturkjördæmi.
May be an image of 3 manns, footwear, útivist og Texti þar sem stendur "T達 PÁLSHÚS MUSEUM faith"
May be an image of 2 manns, people standing og útivist
May be an image of 4 manns, people standing og útivist
May be an image of 1 einstaklingur, standing og road
May be an image of 3 manns, sitjandi fólk, innanhúss og Texti þar sem stendur "ChitoCare n LAND"
May be an image of 3 manns, sitjandi fólk og útivist