Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hlaut þrjá menn kjörna og 44,66% atkvæða en nú hefur flokkurinn tilkynnt að hann eigi í viðræðum við I-lista Betri Fjallabyggðar um málefnasamning. Betri Fjallabyggð hlaut 2 menn kjörna og 24,61% atkvæða. Það er því útlit fyrir að H-listinn Fyrir heildina sem hlaut 2 menn kjörna og 30,74% atkvæða verði í minnihluta í næstu Bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Málefnasamningur verður birtur fljótlega samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokki.