Sjálfstæðisfélag Siglufjarðar hélt aðalfund

Aðalfundur Sjálfstæðisfélaga á Siglufirði var haldinn í gær. Stjórn var kjörin og fulltrúar í Fulltrúaráði Fjallabyggðar voru kjörnir fyrir hönd Sjálfstæðisfélagsins á Siglufirði. Fulltrúaráði var veitt umboð til að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisfélagið í Ólafsfirði á eftir að halda sinn aðalfund og kemur því í ljós eftir þann fund hvort ákveðið verði að stilla upp lista eða hvort prófkjör verði niðurstaðan.

 

Fram kom tillaga um eftirfarandi stjórnarmenn og verkaskiptingu þeirra í milli:

Ólafur Stefánsson, formaður
Hanna Sigga Ásgeirsdóttir, varaformaður
Hólmfríður Norðfjörð, gjaldkeri
S.Guðrún Hauksdóttir, meðstjórnandi
Guðmundur Gauti Sveinsson, meðstjórnandi
Steingrímur Óli Hákonarson, varamaður

Sú tillaga var samþykkt samhljóða.

Fram kom tillaga um 12 fulltrúa og 7 varamenn í  Fulltrúaráð Fjallabyggðar.

Sú tillaga var samþykkt samhljóða.

Ákvörðun um félagsgjöld.

Formaður lagði til óbreytt félagsgjöld sem verði send í netbanka félagsmanna sem greiðsluseðill.

Sú tillaga var samþykkt samhljóða.

Önnur mál.

Tillaga fundarins er að Fulltrúaráði verði veitt umboð til að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.