Leikfélögin í Fjallabyggð og forstöðumaður Menningarhúss Tjarnarborgar í Ólafsfirði hafa undanfarið unnið í sjálfboðavinnu við að stækka og mála sviðið í Menningarhúsi Tjarnarborgar.

Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Neon í Ólafsfirði hafa tekið að sér að mála annað búningsherbergið og þar verður settur upp flatskjár, svo hægt verði að spila tölvuleiki. Herbergið verður áfram notað sem búningsherbergi þegar þess þarf. Þá er búið að taka niður ónýta hátalara við sviðið og ofn í efri sal sem farinn var að leka.
Menningarnefnd Fjallabyggðar þakkar þeim aðilum sem komu að stækkun sviðsins fyrir sína vinnu.

Þetta má lesa í fundargerð á Fjallabyggd.is