Sjálfboðaliðar leggja stíga á Hólum í Hjaltadal

Síðustu daga hafa fimm erlendir sjálfboðaliðar í náttúruvernd unnið að lagningu og viðgerð á göngustígum og við að setja upp skilti sem markar upphaf gönguleiða um Hóla. Sjálfboðaliðarnir hafa unnið í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum víða á Íslandi frá því í maí sl. og sumir þeirra hafa komið hingað ár eftir ár.

Koma þeirra á Hóla byggist á samvinnu Hólaskóla, Ferðaþjónustunnar á Hólum og Sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar.  Ferðaþjónustan á Hólum hefur séð um að fæða og hýsa hópinn.

Samstarfið við Sjálfboðaliða Umhverfisstofnar hefur staðið í meira en tíu ár og hefur verið lykilþáttur í lagningu og viðhaldi göngustíga í Hólaskógi.

Það er Kjartan Bollason, Lektor við Ferðamáladeild Háskólans að Hólum sem hefur yfirumsjón með verkinu.