Sjálfboðaliða vantar við neðangreint verkefni, þannig að það komist í höfn fyrir sjómannadaginn.
- Stærsti sjávardýragarður á Íslandi.
- Staðsetning: Hafnargarðurinn í Ólafsfirði, Fjallabyggð.
Verkefnið er áframhaldandi hugmynd, um list við sjávarsíðuna, sköpun og gleði.
Með því að tengja saman umhverfið, atvinnunna og sjávardýrin hér við norðurland, fræðumst við um: okkar nánasta umhverfi, hvernig við sköpum vinnu, hvað það er sem við borðum og hvernig allir þessir þættir vinna saman til að skapa jafnvægi í náttúrunni.
Verkefnið er unnið í samvinnu við eftirfarandi aðila:
Grunnskóli Fjallabyggðar, Ólafsfjarðarhöfn, Fjallabyggð, Listhúsið í Fjallabyggð, Norðlandia og íbúar Ólafsfjarðar.
Viljið þið hjálpa og taka þátt í verkefninu, endilega hafið samband við undirritaða:
Verkefnisstjóri, Anna María Guðlaugsdóttir, gsm: 861-2010.