Sirkus Íslands til Akureyrar

Sirkus Íslands er mættur til Akureyrar með stóra tjaldið og hæfileikaríkt sirkusfólk allt frá trúðum til loftfimleikafólks.  Sirkustjaldið Jökla sem er 13 metra hátt, rís við Drottningarbraut á Akureyri  og stendur  til 4. ágúst.

Sýningarnar verða þrjár;  barnasýningin  S.I.R.K.U.S, fjölskyldusýningin Heima er best og Skinnsemi sem eingöngu er ætluð fullorðnum.

mydjumynd2