Sirkus Íslands á Siglufirði

Sirkus Íslands verður á Síldarævintýrinu á Siglufirði yfir verslunarmannahelgina, 30. júlí – 3. ágúst. Á Siglufirði sýnir sirkusinn þrjár mismunandi sýningar: Fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinnsemi.  Sirkusinn sýnir í sirkustjaldinu Jöklu, sem verður staðsett miðsvæðis, eða á gamla malarvellinum við Túngötu. Alls verða 9 sýningar í boði til að sjá.

Nánari upplýsingar og miðakaup á midi.is.

sirkus_islands_tjald129