Björgunarsveitin Húnar voru í gær að aðstoða slökkviliðið á Hvammstanga við að ná tökum á sinubruna við bæinn Efri-Foss í Hrútafirði.

Óskaði  slökkviliðið eftir fjórhjólum björgunarsveitarinnar til að flytja tæki og búnað á staðinn og mannskap til aðstoðar við slökkvistörfin.

Aðstæður á staðnum voru eru nokkuð erfiðar þar sem nokkuð hvass vindur gerði það að verkum að eldurinn dreifðist hraðar en ella.