Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Norðurland

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar í Hofi, Menningarhúsi á Akureyri þann 21. september. Miðinn kostar aðeins 4900 kr. og hefst veislan kl. 19:30.

Flutt verður ein vinsælasta sinfónía Peters Tchaikovsky, Sinfónía nr. 5 og Konsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn undir dyggri stjórn Ilans Volkovs. Einleikarinn Bryndís Halla Gylfadóttir stígur á stokk en hún er þekkt fyrir frábæra túlkun og glæsileika.

Nánari upplýsingar og miðasala hér.