Silver Explorer kemur til Siglufjarðar

Skemmtiferðaskipið Silver Explorer kemur til Siglufjarðar á morgun, sunnudaginn 2. júlí. Áætlað er að skipið stoppi frá 7:30-11:30 á Siglufirði og haldi þaðan til Grímseyjar.  Þetta verður eina stoppið hjá skipinu á Siglufirði í sumar samkvæmt áætlun. Skipið kom síðast til Siglufjarðar árið 2015.  Skipið var í Reykjavík 30. júní og er í dag á Ísafirði. Um borð eru 130 farþegar og um 111 áhafnarmeðlimir.