Síldarstúlkurnar ræstar út

Eins og grein var frá hér á síðunni þá kom skemmtiferðaskipið Silver Explorer kom óvænt til Siglufjarðar síðastliðinn mánudag. Það hafði ætlað að sigla inn Scoresbysund á Grænlandi, en þar var veðurofsinn slíkur að snúið var undan og óskað í staðinn eftir þjónustu frá Síldarminjasafninu á Siglufirði. Með skömmum fyrirvara var tekið á móti 90 farþegum skipsins ásamt starfsliði.  Síldarstúlkurnar voru ræstar og settu þær á svið síldarsöltun og bryggjuball og í kjölfarið var gengið um safnhúsin undir leiðsögn starfsfólks safnsins. Í Bátahúsinu var svo boðið upp á síld og brennivín – ekki veitti af í nepjunni og allri rigningunni þann daginn á Siglufirði.

Mikið rigndi á Siglufirði á mánudag en fólkið af skipinu var vel búið eins og þessi skemmtilega mynd frá söltunarsýningunni ber með sér.

Heimild og mynd: sild.is

20150810_152745