Síldarsögur frá Íslandi gefnar út í Bretlandi

Herring Tales er nafn á nýrri bók sem kom út í september síðastliðnum á vegum Bloomsbury bókaútgáfunnar í London. Höfundurinn, Donald S. Murray, segir þar frá mikilvægi síldarinnar fyrir þjóðir Evrópu frá alda öðli. Höfundur bókarinnar heimsótti Siglufjörð í febrúar 2015 og tileinkar hann síðasta kafla bókarinnar Síldarminjasafninu á Siglufirði. Safnhúsin Grána og Bátahúsið á Siglufirði prýða að auki bókarkápu.
Höfundur bókarinnar fléttar saman sögur af þessum fiski sem lék meginhlutverk í lifnaðarháttum forfeðra okkar.

Bókin hefur hlotið lofsamleg ummæli í mörgum breskum fjölmiðlum.

Nánar má lesa á vef Síldarminjasafnsins.

Kapumynd