Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands hefur óskað eftir stuðningi Fjallabyggðar í formi beins fjárframlags, sumarstarfsfólks, verkefnastyrks eða samstarfs um sumardagskrá. Áætlað er að tekjutap Síldarminjasafnsins muni nema 70% af áætluðum tekjum ársins 2020.  Miklar afbókanir skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar hafa verið í vor og er áætlun um fækkun gesta sem koma á eigin vegum. Safnið stendur nú frammi fyrir rekstrarörðuleikum vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19.

Við Síldarminjasafnið