Við Síldarminjasafnið

Í dag hófst samstarf Síldarminjasafns Íslands við Time and Tide Museum of Great Yarmouth Life í Yarmouth, Englandi.  Nemendur á unglingastigi Grunnskóla Fjallabyggðar ræddu hefur netið við nemendur Caister Academy og munu hóparnir vinna að verkefni sem þeir munu kynna að viku liðinni.

Time and Tide Museum varðveitir síldarsögu Breta og hefur unnið mikið starf við að kenna breskum börnum og unglingum um sögu síldarinnar á Bretlandseyjum. Markmið samstarfsins er að unglingarnir kynni fyrir hvert öðru síldarsögu síns heimabæjar og reyni að sjá hvað sé líkt og hvað sé ólíkt með þessum síldarbæjum.

Frá þessu var fyrst greint á Facebook vef Síldarminjasafnsins.

May be an image of brick wall, buildings og Texti þar sem stendur "J.R.N TOWER CURINC WORKS 1880 TIME TIDE"