Síldarminjasafnið fékk styrk úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut alls  2.750.000 kr. styrk að þessu sinni fyrir nokkur verkefni. Fyrir verkefnið Skráning í Sarp 1.300.000 kr. Fyrir verkefnið Þróun safnkennslu á Síldarminjasafninu kr. 900.000.  Markaðsátak kr. 300.000. Bátavernd og viðgerð gamalla trébáta(námskeið) kr 250.000.

Síldarminjasafnið