Síldarminjasafnið ættleiðir gamlan olíutank

Fyrir um nokkrum dögum var risastór olíutankur Olíudreifingar á Siglufirði fluttur á lóð Síldarminjasafnsins. Olíutankurinn þykir vönduð smíði og er talinn vera um 90 ára gamall en hann á sér sérstaka sögu sem er ástæðan fyrir því að safnið ákvað að koma honum fyrir á lóð sinni. Á heimasíðu Síldarminjasafnsins kemur fram að á stríðsárunum hafi hann verið málaður sem íbúðarhús til að villa um fyrir þýskum óvinaflugvélum í yfirvofandi loftárásum. Meðal gamalla málningarlaga á tanknum leynast merki um dyr og glugga þar sem mannvera stendur við uppvask eða er að vökva blómin sín.

29126223846_c29e405031_z 28537708194_4d9042658e_z