Markmið hátíðarinnar Síldarævintýri á Siglufirði er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir bæjarbúa til að koma saman og gleðjast auk þess að kynna allt það frábæra sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdri hinni stórbrotnu náttúru og iðandi mannlífi.
Með hátíðinni vill stýrihópurinn um Síldarævintýri efla félagsleg tengsl bæjarbúa, styrkja tengsl brottfluttra við gamla heimabæinn sinn, skilja eftir jákvæða upplifun þeirra gesta sem sækja hátíðina og koma listafólki úr Fjallabyggð á framfæri.
Um að ræða fjögurra daga fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að allir aldurshópar finni eitthvað við sitt hæfi.
Áætlað er að hátíðin verði samsett af um 50 smærri viðburðum um allan miðbæinn á Siglufirði og gestir hátíðarinnar sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi á hverju götuhorni.
Fjallabyggð styrkir hátíðina með afnot af húsnæði og munum sveitarfélagsins.