Björgunarskipið Sigurvin frá Siglufirði var kallað út í gær vegna vélarvana báts á Fljótagrunni. Veður og sjólag var gott og því lítil hætta á ferðum en báturinn var dreginn til hafnar í Siglufirði og gekk allt að óskum.
Björgunarsveitin Strákar greindi frá þessu á samfélagsmiðlum ásamt myndum með frétt.