Mynd: dalviksport.is

Dalvíkurvöllur er allur að koma til eftir að hafa komið illa undan vetri eins og margir vellir á Norðurlandi. Dalvíkingar héldu vinnudag fyrir fyrsta heimaleik sumarsins á Dalvíkurvelli nú í vikunni þar sem stjórnarmenn og stuðningsmenn mættu til að gera klárt. Sett voru upp auglýsingaskilti og grasvöllurinn var lagfærður eins og hægt var, en völlurinn mun enn vera erfiður yfirferðar fyrir knattspyrnumenn.

Dalvík/Reynir tók á mót KFG og var þetta leikur um 3. sæti deildarinnar. Bæðið liðin hafa farið vel af stað í deildinni og mátti búast við hörku leik. Liðið mættust í deildinni síðasta sumar og vann Dalvík útileikinn og KFG vann á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir styrkti sig töluvert fyrir mótið með nokkrum leikmönnum.

Markalaust var í hálfleik en á 59. mínútu fær Dalvík/Reynir vítaspyrnu sem Snorri Eldjárn skorar úr og staðan orðin 1-0. Á sömu mínútu er þjálfara KFG gefið rautt spjald fyrir mótmæli.  Á 70. mínútu fær Þröstur Jónasson leikmaður Dalvík/Reynis rautt spjald og léku heimamenn manni færri síðustu 20 mínútur leiksins. Á fyrstu mínútu uppbótartíma skorar Dalvík/Reynir sitt annað mark og staðan orðin 2-0 þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir. Markið gerði Þorri Þórisson.

Dalvík/Reynir hefur því sigrað 3 leiki og tapað tveimur eftir fimm umferðir og er í 3. sæti deildarinnar með 9 stig.