Sigrún Eðvaldsdóttir í Berg Menningarhúsi

Klassík í Bergi heldur áfram laugardaginn 21. janúar kl. 16:00 en þá koma fram Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari.

Efnisskrá þeirra samanstendur af klassískum verkum en á milli verka munu þær ræða við áheyrendur um tónlistina sem flutt verður.

Forsala miða er í Bergi menningarhúsi í síma 460 4000. Miðaverð er 3.500. –

Sjá nánar á www.dalvik.is/menningarhus