Sigríður Klingenberg, “Sigga Kling”, verður með skemmti- og fræðslukvöld fyrir konur á Kaffihúsi Bakkabræðra á Dalvík, þriðjudagskvöldið 15. október kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00.

Miðar seldir á Kaffihúsi Bakkabræðra í dag milli kl. 11:00 og 18:00, takmarkað framboð, miðaverð kr. 1.800. Frekari upplýsingarí síma 865 8391.

Sigga Kling er þekkt fyrir frumlegan klæðaburð og framkomu, er “tísku spákona” og spáir í spilin og stjörnumerkin. Hún hefur gefið út bækurnar “Töfraðu fram lífið” og ” Orð eru álög”. Eigum gott kvöld saman – verið velkomnar!