Í dag milli kl. 14-15 fer fram formleg sprenging í Vaðlaheiðagöngum og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, framkvæma hana. Sprengingin mun heyrast til Akureyrar og er fólk beðið um að gera sér ekki ferð á svæðið af þessu tilefni en af öryggisástæðum þarf að takmarka fjölda viðstaddra. Búast má við töfum á umferð á þjóðvegi 1 við Vaðlaheiði á þessum tíma.
Alls vinna nú um 30 starfsmenn við framkvæmdina. Nú þegar er búið að sprengja á annan tug metra inn í bergið.
Þetta kemur fram á www.akv.is