Vatnsflóðið á föstudaginn náði alla leið niður á Vetrarbraut á Siglufirði sem stendur yst á eyrinni, en þar er ljósmyndasafnið Saga Fotografica. Þar flæddi inn í forstofu hússins en snör handtök velunnara safnsins sem voru svissnesk hjón björguðu að ekki fór verr. Safnið er í nýlega uppgerðu húsi og afar áhugavert að kíkja þar inn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og bílstjóri hans, Gísli Hauksson heimsóttu safnið í heimsókn þeirra til Fjallabyggðar um síðastliðna helgi.

20848712848_06fff31066_z 20413977144_6ab1fb9234_z(1)