Sigmundur Davíð heimsótti Siglufjörð

Formenn landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja komu í heimsókn á Síldarminjasafnið á Siglufirði þriðjudaginn 27. maí síðastliðinn í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Með í för voru aðrir virðulegir gestir svo sem forseti Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Þetta var alls um 30 manna hópur með í för.

Við þetta tækifæri tók forsætisráðherra fyrstu skóflustunguna að Salthúsinu, geymslu og sýningarhúsi sem rísa mun á safnlóðinni í sumar.  Þröstur Ingólfsson leiðbeindi forsætisráðherra um handtökin á gröfunni og virtist hann fljótur að átta sig á hvernig allt virkaði eins og alvanur maður stæði að verki.

Heimild: Steingrímur Kristinsson, www.sk21.is