Sigmundur Davíð gekk um Siglufjörð

Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs Fjallabyggðar og Birgir Ingimarsson bæjarverkstjóri sýndu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegsummerki eftir hamfarir föstudagsins í dag á Siglufirði. Þá voru starfsmenn Hreinsitækni að störfum við að hreinsa holræsakerfið á Siglufirði.  Húsið við Laugarveg 8 á Siglufirði varð fyrir umtalsverðu tjóni þegar mikið af vatni flæddi um húsið. Í dag var unnið við að þurrka golfin og tæma barnaherbergið. Frekar átakanlegar myndir sem Björn Valdimarsson tók og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

11918955_10206102035003356_1243282046555334315_n