Siglunes fær leyfi fyrir gróðurhúsi

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt umókn Hálfdáns Sveinssonar f.h. Siglunes Guesthouse á Siglufirði frá 16. mars sl. þar sem sótt er um leyfi til að reisa 14 fm gróðurhús á lóðinni Lækjargötu 6c sem Siglunes Guesthouse fékk úthlutað 15. október 2020.  Gróðurhúsið verður ekki upplýst og verður staðsett í norðaustur horni lóðarinnar, þrjá metra frá lóðarmörkum.

Veitingastaðurinn á Siglunesi er þekktur fyrir frábæran mat og gera má ráð fyrir að gróðurhúsið verð nýtt í ræktun á ferskum jurtum og grænmeti sem ratar síðan á matseðilinn.