Siglufjörður í forystu ferðamannabæja í framtíðinni

Uppbygging í ferðaþjónustuiðnaði hefur verið mikil á Siglufirði undanfarin ár og verður áfram næstu ár ef öll plön ganga eftir. Þegar að uppbyggingunni líkur þá mun bærinn verða án efa einn eftirsóttasti ferðamannabær Íslands.

Nú er unnið að gera nýjan og glæsilegan níu holu golfvöll á Siglufirði, en svæðið þar yrði einnig almennt útivistarsvæði. Þá er hafin vinna við að byggja nýtt hótel með útsýni yfir höfnina og fjörðinn í hjarta bæjarins. Síðstu ár hafa risið glæsilegir veitingastaðir við höfnina sem njóta mikilla vinsælda meðal ferðamanna.

Þá er viðamikil uppbygging í ferðamennsku í Fljótum í Skagafirði. Þar mun rísa lúxus gistihús í vetur sem mun tilheyra keðjunni Eleven Experience í eigu Chad R. Pike. Fleiri athafnamenn eins og Orri Vigfússon koma að þeirri fjárfestingu. Þar verður boðið upp á þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga yfir vetrartímann en yfir sumartímann verður hægt að veiða í Fljótaá.

Siglufjörður