Siglufjarðarvegur opinn

Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Norðurlandi. Fært er orðið um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla en unnið er að útmokstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni kl. 16:33 í dag 1. janúar.